Sony Xperia E3 - Myndavélarstillingar

background image

Myndavélarstillingar

Til að stilla myndavélastillingar

1

Kveiktu á myndavélinni.

2

Pikkaðu á til að birta allar stillingar.

3

Veldu stillinguna sem þú vilt breyta og breyttu að vild.

Yfirlit yfir stillingar myndavélar

Upplausn

Veldu upplausn og hlutfall áður en mynd er tekin. Mynd með meiri upplausn þarf meira

minni.

5MP

2560×1920(4:3)

5 megapixla mynd í hlutföllunum 4:3. Hentar fyrir myndir sem á að skoða á venjulegum skjá eða prenta í mikilli

upplausn.

3.7MP

2560×1440(16:9)

3,7 megapixla mynd í hlutföllunum 16:9. Hentar fyrir myndir sem á að skoða á víðskjá.

2MP

1632×1224(4:3)

2 megapixla mynd í hlutföllunum 4:3. Hentar fyrir myndir sem á að skoða á venjulegum skjá eða prenta í mikilli

upplausn.

2MP

1920×1080(16:9)

77

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

2 megapixla mynd í hlutföllunum 16:9. Hentar fyrir myndir sem á að skoða á víðskjá.

VGA

640×480(4:3)

VGA snið með 4:3 myndhlutfalli.

Þessi stilling er einungis í boði í

Handvirkt tökustillingunni.

Sjálfvirk tímastilling

Með tímastillingunni er hægt að taka mynd án þess að halda á tækinu. Notaðu þennan

eiginleika til að taka sjálfsmyndir eða hópmyndir þar sem allir geta verið á myndinni. Þú

getur einnig notað tímastilli til að forðast að myndavélin hristist við myndatöku.

Kveikt (10 sek.)

Veldu 10 sekúndna bið frá því að pikkað er á myndavélarskjáinn þar til að myndin er tekin.

Kveikt (2 sek.)

Veldu 2 sekúndna bið frá því að pikkað er á myndavélarskjáinn þar til að myndin er tekin.

Slökkt

Mynd er tekin um leið og þú pikkar á myndavélarskjáinn.

Smile Shutter™

Notaðu eiginleikann Smile Shutter™ til að ákveða hvernig brosi myndavélin bregst við

áður en mynd er tekin.

Fókusstilling

Fókuseiginleikinn stjórnar því hvaða hluti myndarinnar á að vera skarpur. Þegar kveikt er á

samfelldum sjálfvirkum fókus stillir myndavélin stöðugt fókus til að svæðið innan litaða

fókusrammans haldi skerpu sinni.

Stakur sjálfv. fókus

Myndavélin stillir sjálfkrafa fókus á valið myndefni. Kveikt á samfelldum sjálfvirkum fókus. Styddu á

myndavélarskjáinn þangað til guli fókusramminn verður blár, sem gefur til kynna að fókusinn sé stilltur. Myndin

er tekin þegar þú tekur fingurinn af.

Andlitsgreining

Myndavélin nemur sjálfkrafa allt að fimm mannsandlit og birtist rammi utan um þau í myndglugganum.

Myndavélin stillir sjálfkrafa fókus á andlitið sem er næst. Einnig er hægt að velja hvaða andlit á að stilla fókus á

með því að pikka á það á skjánum. Þegar þú pikkar á myndavélarskjáinn sýnir blár rammi hvaða andlit er valið

og í fókus. Ekki er hægt að nota andlitsgreiningu í öllum umhverfisstillingum. Kveikt á samfelldum sjálfvirkum

fókus.

Snertifókus

Snertu svæði á myndavélarskjánum til að stilla fókus á það. Slökkt á samfelldum sjálfvirkum fókus. Styddu á

myndavélarskjáinn þangað til guli fókusramminn verður blár, sem gefur til kynna að fókusinn sé stilltur. Myndin

er tekin þegar þú tekur fingurinn af.

Eltifókus á myndefni

Þegar þú velur hlut með því að snerta hann í myndglugganum fylgir myndavélin honum fyrir þig.

Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni

Handvirkt.

HDR

Notaðu HDR (hátt virkt svið) stillinguna til að taka mynd á móti sterkri baklýsingu eða við

aðstæður þar sem birtuskilin eru skörp. HDR bætir upp fyrir tapið á smáatriðum og skilar

mynd sem sýnir bæði dökk og ljós svæði.

Þessi stilling er einungis í boði í tökustillingunni

Handvirkt .

Forskoðun

Þú getur valið að forskoða myndir eða myndskeið sem þú hefur nýlokið við að taka.

Ótakmarkað

78

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Þegar þú hefur tekið mynd eða myndskeið birtist forskoðunin.

5 sekúndur

Forskoðunin á myndinni eða myndskeiðinu sést í 5 sekúndur að töku lokinni.

3 sekúndur

Forskoðunin á myndinni eða myndskeiðinu sést í 3 sekúndur að töku lokinni.

Breyta

Að töku lokinni opnast myndin eða myndskeiðið svo hægt sé að gera breytingar.

Slökkt

Myndin eða myndskeiðið vistast að töku lokinni og engin forskoðun birtist.

Andlitsskráning

Þú getur skráð andlit í myndavélarforritinu svo myndglugginn fókusi sjálfkrafa á þau þegar

þau birtast í glugganum.